Úreltar kennsluaðferðir?

426

Getur verið að kennsluaðferðir þær sem notaðar eru, séu orðnar úreltar? Að við sem erum að kenna börnunum okkar séum ekki nógu fljót að temja okkur nýjustu tækni og gætum eftil vill verið að gera mun betur.

Drengurinn minn er 18 ára gamall, ég kom til hans um daginn þar sem hann var að læra undir próf í eðlisfræði og spurði,hvernig hann undirbyggi sig fyrir prófið. Ja, sagði hann, „ég er nú bara að reyna að leggja á minnið allt það sem ég held að gæti komið á prófinu“ Hann sem sagt las og gúglaði svör. Sagði mér líka að það yrði mikið um fall í þessu fagi það væri bara þannig, tíminn sem gæfist í prófið væri líka naumur.

Ég spurði drenginn „hvað heldur þú að yrði mikið um fall á prófinu, ef þið mættuð nota þau tæki sem þið eruð með í vösunum alla daga?“ Svar: „Það myndu allir ljúka prófinu upp á 10 á korteri.“ Börnin í þessum eðlisfræði áfanga gætu verið að reikna út hvernig koma mætti gervitungli á braut
umhverfis jörðu og jafnvel enn flóknari verkefni, ef þau fengju að nýta sér þá tækni sem þau eru flest með í vösum sínum.

Við eigum að líta á þessi tæki sem stórkostleg tækifæri til framþróunar, nota þau í náminu og læra að vinna með tækninni en ekki keppa við tölvuna í því hver geti munað mest. Börnin okkar sem eru núna í grunnskólum munu skara framm úr öllum kynslóðum sem komið hafa framm, til þessa, tæknin til upplýsingaöflunar mun valda því. Þau munu leysa orkuvandamál heimsinns og koma fram með lausnir í heilbrigðismálum sem mín kynslóð hefur strandað á. Við megum ekki halda aftur af þeim.