OG HVAÐ SVO?

558

Óli Björn Kárason þingmaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar verður með streymisfund í beinni útsendingu á Facebook síðu Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi laugardaginn 11.apríl. kl:10

Yfirskrift fundarins: Hvað verður að gera til skamms tíma og hvernig tryggjum við framtíð íslenskra fyrirtækja?

Aðgerðir íslenskra stjórnvalda á síðustu vikum hafa verið nauðsynlegar og skapað svigrúm til frekari ráðstafana til að styðja við atvinnulífið – fyrirtæki og heimili. Það er skynsamlegt að gefa fyrirtækjum kosta á því að fresta greiðslu opinberra gjalda fram á komandi ár. Að sama skapi skiptir það miklu að auka bolmagn bankakerfisins til nýrra útlána og að ríkissjóðir gangist á ábyrgð fyrir hluta lána til fyrirtækja. En meira þarf að koma til eins og öllum má vera ljóst.

Hér er hlekkur beint á síðuna: https://www.facebook.com/xdkopavogur/

Tekið verður við fyrirspurnum meðan á fundinum stendur.

Kær kveðja,
Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi