Miklar fjárfestingar á næsta ári og traustur fjárhagur til ársins 2022

425

Traust fjármálastjórn er lykil þáttur við rekstur sveitar-félaga. Fjárhagsáætlun leikur þar lykilhlutverk. Það var því ánægju legt að fá að taka þátt í því á bæjarstjórnar fundi nú í lok nóvember að samþykkja fjárhagsáætlun 2019. Það er reyndar svo að á sama tíma er einnig samþykkt svokölluð þriggja ára áætlun vegna áranna 2020 til 2022. Því liggur nú fyrir samþykkt fjárhagsáætlun til næstu fjögurra ára og gefur hún tilefni til horfa jákvæðum augum til framtíðar. Vissulega eru víða að sjá blikur á lofti í efnahagsmálum þjóðarinnar og augljóst að Kópavogsbær sem annað stærsta sveitarfélag landsins þarf að fylgjast vel með þeirri þróun. Grípa þarf til viðeiganda aðgerða, allt eftir því hvernig aðstæður kunna að breytast þegar fram líða stundir. Því er nú almennt spáð að verðbólga verði hærri en hún hefur verið um langt skeið en í okkar áætlun vegna ársins 2019 er miðað við 3,9% verðbólgu sem er þó aðeins hærri en sú spá sem kemur fram í Þjóðhagsspá sem Hagstofa Íslands birti nú í nóvember. Við viljum a.m.k. ekki gera lítið úr þeirri áhættu sem felst í hækkun verðbólgu fyrir fjármagnsliði næsta árs. Þá er ekki hægt að horfa framhjá því að atvinnustig hefur verið hátt á undanförnum árum sem hefur áhrif á tekjur sveitarfélaga en víða má sjá að breytingar kunni að vera handan við hornið hvað það varðar.

En fyrir bæjarbúa þá eru það hins vegar nokkrir þættir í fjárhagsáætluninni sem þeir kunna að hafa áhuga á. Gert er ráð fyrir að skattprósenta vegna fasteigna skatta á íbúðar húsnæði lækki úr 0,23% í 0,22% og hefur skatt prósentan þá lækkað um 17% á fjórum árum. Einnig er gert ráð fyrir að skatt prósenta vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði lækki úr 1,6% í 1,5%. Þá var samþykkt að veita afslátt af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega sem búa í eigin íbúð. Afslátturinn getur verið allt að 100% og niður í 25% eftir tekjum.

Aðstaðan bætt jafnt og þétt

Við sem búum í Kópavogi viljum einnig að aðstaða okkar sé jafnt og þétt bætt. Íþróttamálin hafa ávallt leikið stórt hlutverk hjá okkur. Á þessu ári var opnað glæsilegt íþróttahús við Vatnsendaskóla sem er sérhannað fyrir hópfimleika og nýtir Gerpla þá aðstöðu. Við ætlum að halda áfram á þessari braut en á árinu 2019 er gert ráð fyrir 480 milljónum króna í endurbætur sem skiptast í nokkur verkefni í íþróttamálum sem mun nýtast bæði HK og Breiðabliki. Má þar nefna endurbætur á Kórnum, gervigras á Kópavogsvöll með hitakerfi og lýsingu, hitalagnir í gervigras við Kórinn og áhorfendabekkir innandyra í íþróttahúsið í Kórnum. Við hyggjumst fjárfesta í félagslegu húsnæði en gert er ráð fyrir 200 milljónum króna í það verkefni. Fyrirferðamestu fjárfestingarnar á árinu eru hins vegar 2.210 milljónir króna sem ætlað er í gatnagerð og tengd verkefni. Þar af er sérstaklega áætlað fyrir nýju hverfi í 201 Smára og á Kársnesi. Þá má einnig nefna fjárfestingu fyrir 250 milljónir króna í umferðaröryggismál, hjólreiðastíga, gönguleiðir og opin svæði. Samanlagt eru þetta verkefni fyrir liðlega 3,1 milljarð króna sem fara í fjárfestingar á árinu 2019. Þessu til viðbótar má nefna að hafist verður handa við byggingu á nýjum Kársnesskóla við Skólagerði og verður 2,1 milljarði króna varið í það verkefni á næstu fjórum árum.

Það sem þó mestu máli skiptir er þróun rekstrar og efnahags bæjarsjóðs til lengri tíma litið. Í þeim efnum eru tvær lykilstærðir. Annars vegar afkoma af rekstri fyrir afskriftir, fjármagnsliði og breytingar á lífeyrisskuldbindingum og hins vegar skuldahlutfall. Ef afkoma af reglulegri starfssemi er ekki viðunandi þá getum við hvorki fjárfest í innviðum í bæjarfélaginu né greitt niður skuldir. En eins og við þekkjum þá leiðir lækkun skulda í nútíð til aukins svigrúms í framtíð. Meðfylgjandi mynd sýnir að afkoma af reglulegri starfsemi er nokkuð stöðug en gætt hefur nokkurs rekstrabata og gerum við ráð fyrir að haldið verði áfram á sömu braut miðað við aukið rekstrarhagkvæmni með fjölgun bæjarbúa. Leiðir það til hagkvæmari nýtingu á okkar innviðum. Þá er áfram gert ráð fyrir að greiða niður skuldir jafn og þétt sem leiðir til þess að skuldahlutfall lækkar jafnt og þétt líkt og það hefur gert á undanförnum árum. Mikilvægt er að halda því áfram því það bæði dregur úr áhættu í rekstri bæjarins sem og eykur svigrúm til góðra verka í framtíðinni.

Það er því mitt mat að á sama tíma og við þurfum að huga að okkar ytra umhverfi þá er engu að síður verið að fjárfesta mikið í innviðum fyrir okkur bæjarbúa, fjárhagsstaða Kópavogsbæjar er góð og fullt tilefni til að vera bjartsýn á framtíðina. 

Jón Finnbogason, fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi