fbpx

Leiga á sal

Salurinn er að Hlíðasmára 19, á jarðhæð og hentar vel fyrir fundi, fyrirlestra eða til margskonar fagnaðar s.s. afmæli, skírnir, starfsmannaveislur, brúðkaup, fermingar og hverskyns mannamót. Salurinn tekur um 80 manns í sæti og er leigður án veitinga.

Leiguverð
Almennt leiguverð fyrir salinn er 60.000 kr. Innifalið í því eru þrif á gólfum og salernum. Leigutaki sér um að þrífa eldhús, áhöld og borðbúnað sem notaður er ásamt því að þurrka af borðum. Ellegar leggst 10.000 kr. þrifagjald á þann hluta.

Upplýsingar 
Leigutaki þarf að koma með með sínar borðtuskur, viskastykki og bréfþurrkur ef nota á slíkt. GLIMMER ER STRANGLEGA BANNAÐ Í SALNUM. Í salnum eru 16 borð og stólar fyrir um 80 manns. Til að tryggja sér salinn á ákveðinni dagsetningu þarf leigutaki að hafa samband við umsjónarmann salarins og sé hann laus, að greiða þá 15.000 kr staðfestingargjald inn á reikning félagsins 536-26-9595, kt. 650191-2269, senda kvittun úr heimabanka á netfangið jbk2807@gmail.com og skrifa í skýringu, dagsetningu salarleigu t.d. „Leiga 10.04.2015“. Þetta gjald er óafturkræft þremur vikum fyrir leigu. Eftirstöðvarnar skulu greiddar viku fyrir leigudagsetninguna.

Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Björk í síma 664 0644. Fyrirspurnir í gegnum tölvupóst má koma á framfæri á netfangið jbk2807@gmail.com