Leiga á sal

Salurinn er að Hlíðasmára 19, á jarðhæð og hentar vel fyrir fundi, fyrirlestra eða til margskonar fagnaðar s.s. afmæli, skírnir, starfsmannaveislur, brúðkaup, fermingar og hverskyns mannamót.

Salurinn tekur um 80 manns í sæti og er leigður án veitinga. Almennt leiguverð fyrir salinn er 60.000 kr. Innifalið í því eru þrif á gólfum og salernum. Leigutaki sér um að þrífa eldhús, áhöld og borðbúnað sem notaður er ásamt því að þurrka af borðum. Ellegar leggst 10.000 kr. þrifagjald á þann hluta. Leigutaki þarf að koma með með sínar borðtuskur, viskastykki og bréfþurrkur ef nota á slíkt.

GLIMMER ER STRANGLEGA BANNAÐ Í SALNUM.

Í salnum eru 16 borð og stólar fyrir um 80 manns.

Til að tryggja sér salinn á ákveðinni dagsetningu þarf leigutaki að hafa samband við umsjónarmann salarins og sé hann laus, að greiða þá 15.000 kr staðfestingargjald inn á reikning félagsins 536-26-9595, kt. 650191-2269, senda kvittun úr heimabanka á netfangið jbk2807@gmail.com og skrifa í skýringu, dagsetningu salarleigu t.d. „Leiga 10.04.2015“. Þetta gjald er óafturkræft þremur vikum fyrir leigu. Eftirstöðvarnar skulu greiddar viku fyrir leigudagsetninguna.
Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Björk í síma 664 0644. Fyrirspurnir í gegnum tölvupóst má koma á framfæri á netfangið jbk2807@gmail.com

salur1

salur2salur2

Viðburðir

  • 7 Dec

    Jólafundur 7.desember

    Á jólafundi Sjálfstæðisfélagsins þann 7.desember munu við fá til okkar þá Ólaf B. Schram og Magnús Guðmundsson. Munu þeir lesa upp úr nýútkomnum bókum og deila með okkur gríðarlegri reynslu. Ekki missa af skemmtilegum morgunfundi þann 7.des. kl:10 Jólalegar kræsingar í boði.

Fylgstu með á Facebook

Fylgstu með á Facebook – Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi er með virka Facebook síðu!

Skoða nánar

Stefnuskrá 2018 – 2022

Kynntu þér stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins

Skoða nánar

Ganga í flokkinn

Með því að smella hér getur þú skráð þig í Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi.

Skoða nánar