Lærum öll að vera snjöll

471

Í dag eru þrjú ár síðan Kópavogur tók þá stefnu að vera leiðandi sveitarfélag í innleiðingu nýrra kennsluhátta í grunnskólum bæjarins. Þremur árum síðar getum við spurt okkur; hvernig tókst, hvað mátti betur fara og hvert ætlum við?

Með spjaldtölvuinnleiðingunni hafa nýjir kennsluhættir sprottið upp og hefur tæknin verið nýtt til þess að þróa skólanna og koma til móts við samfélag nútímans. Með innleiðingunni tókum við skref til framtíðar og hefur verkefnið vakið mikla lukku meðal kennara, nemenda og foreldra. Það sem skiptir síðan hvað mestu máli í þessum efnum er að ánægja nemandans og tækifærin sem honum hefur verið veitt með einni spjaldtölvu vega hvað stærstan þátt í þessu.

Skólasamfélagið hefur lengi vel átt í vandræðum með að innleiða einstaklingsmiðaðra nám inn í grunnskólann, þar sem hver og einn nemandi getur farið á sínum hraða í gegnum námið án þess að tefja samnemendur sína. Með spjaldtölvuinnleiðingunni hefur kennarinn fleiri möguleika til þess að vinna með hverjum og einum nemenda, þar sem skólataflan er í raun færð af veggnum í hendur hvers og eins nemenda. Með innleiðingunnu verða nemendur með sérþarfir sem dæmi í minna mæli aðgreindir frá bekknum og sérkennslan þá heldur færð inn í hópinn.

Látum nemandann skapa þekkinguna og kennarann leiðbeina, því einungis þannig náum við því besta úr hverjum og einum einstaklingi. Spjaldtölvuinnleiðing Kópavogsbæjar var framfaraskref, en nú þurfum við að horfa lengra og finna fleiri tækninýjungar og kennsluaðferðir í þágu nemenda, því betur má ef duga skal. Og því ætlar Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi að ganga lengra í innleiðingu snjalltæknilausna í grunnskólum Kópavogs og vera leiðandi snjallt sveitarfélag.

Davíð Snær Jónsson
Framhaldsskólanemi
Skipar 10. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi