Hvar á ég að kjósa

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Upplýsingar um hvar eigi að kjósa

Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí 2018. Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn, lögheimili og sveitarfélag. Yfirleitt birtast einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild.

Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili þrem vikum fyrir kjördag, þann 5. maí 2018. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá.

Rétt er að geta þess að ekki er verið að fletta upp í þjóðskrá heldur er flett upp í kjörskrám. Strax af loknum kosningadegi er vefhlutinn tekinn niður og þar með er lokað fyrir aðgang að kjörskránni. 

Hverjir eiga kosningarétt?
Kosningarétt við sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí 2018 eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag.

Jafnframt eiga kosningarétt þeir íslenskir ríkisborgarar sem stunda nám á Norðurlöndunum og sem þurft hafa að flytja lögheimili sitt þangað vegna ákvæða samnings Norðurlandanna um almannaskráningu. Hins vegar þurfa námsmenn á Norðurlöndunum að tilkynna Þjóðskrá Íslands um náms sitt til þess að vera skráðir á kjörskrá.

Námsmenn á Norðurlöndunum geta óskað eftir skráningu á kjörskrá fram að kjördegi.

Þjóðskrá Íslands tilkynnir viðkomandi sveitarstjórn um það sérstaklega þegar bæta þarf kjósanda á kjörskrá samkvæmt þessu.

Einnig eru á kjörskrá danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag.

Athugasemdir við kjörskrá
Samkvæmt ákvæðum kosningalaga eiga sveitarstjórnir að láta kjörskrá liggja frammi á skrifstofum sínum til sýnis. Þar geta kjósendur farið yfir og kannað hvort þeir hafi kjörgengi.

Hver sem er getur gert athugasemdir til sveitarstjórnar um að nafn eða nöfn einhverra kjósenda vanti á kjörskrá eða þeim sé þar ofaukið. Heimilt er að gera slíkar athugasemdir til sveitarstjórnar fram á kjördag.
Nánari upplýsingar er að finna á kosningavef Stjórnarráðsins kosning.is 

Vogar, desember 2019

Skoða nánar

Fylgstu með á Facebook

Fylgstu með á Facebook – Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi er með virka Facebook síðu!

Skoða nánar

Stefnuskrá 2018 – 2022

Kynntu þér stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins

Skoða nánar

Ganga í flokkinn

Með því að smella hér getur þú skráð þig í Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi.

Skoða nánar