Bryndís Haraldsdóttir

506

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2016 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Suðvesturkjördæmis nóvember–desember 2005 og febrúar–mars 2007 (Sjálfstæðisflokkur).

6. varaforseti Alþingis síðan 2017.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 29. desember 1976. Foreldrar: Haraldur Örn Pálsson (fæddur 25. mars 1956) vaktmaður og Hafdís Rúnarsdóttir (fædd 2. ágúst 1956) ljósmóðir. Fósturfaðir: Karl Friðriksson (fæddur 2. febrúar 1955) framkvæmdastjóri. Maki: Örnólfur Örnólfsson (fæddur 20. júní 1974) rafvirkjameistari. Foreldrar: Örnólfur Örnólfsson og Jónína Elfa Sveinsdóttir. Börn: Eydís Elfa (2000), Fannar Freyr (2004), Guðni Geir (2007).

Stúdentspróf VÍ 1997. Diplóma í iðnrekstrarfræði frá Tækniskóla Íslands 2000. B.Sc.-próf í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniskóla Íslands 2001. Framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu við HÍ síðan 2011.

Verkefnisstjóri stuðningsverkefna fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki hjá Impru nýsköpunarmiðstöð 2001–2003. Verkefnisstjóri Evrópumiðstöðvar Impru nýsköpunarmiðstöðvar með ábyrgð á norrænum og evrópskum nýsköpunar- og tækniyfirfærsluverkefnum 2003–2007. Fjármálastjóri hjá Góðum mönnum — rafverktökum ehf. 2007–2012. Stofnaði og rak útgáfufyrirtækið Góðan dag ehf. 2008–2010. Bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, formaður skipulagsnefndar og formaður bæjarráðs síðan 2010. Stjórnarformaður Strætós bs. 2014–2016.

Formaður atvinnu- og ferðamálanefndar Mosfellsbæjar 2002–2006. Varabæjarfulltrúi í Mosfellsbæ 2002–2010. Í skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík 2004–2008. Í stjórn Heimilis og skóla 2007–2009. Formaður atvinnuveganefndar Sjálfstæðisflokksins 2012–2015. Varamaður í stjórn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og fulltrúi í svæðisskipulagsráði höfuðborgarsvæðisins frá 2010. Í skólanefnd Framhaldsskólans í Mosfellsbæ frá 2010. Í stjórn Grænlandssjóðs frá 2017.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2016 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Suðvesturkjördæmis nóvember–desember 2005 og febrúar–mars 2007 (Sjálfstæðisflokkur).

6. varaforseti Alþingis síðan 2017.

Allsherjar- og menntamálanefnd 2016–2017, umhverfis- og samgöngunefnd 2017, utanríkismálanefnd 2017–, kjörbréfanefnd 2017–, efnahags- og viðskiptanefnd 2017–.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2017– (formaður 2017), Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu 2017–.