Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins

595

Ágæti félagi, Sjálfstæðisfélagið í Kópavogi boðar hér með til aðalfundar þriðjudaginn 27.apríl næstkomandi kl 20:00.
Athugið dagsetningunni hefur verið breytt vegna samkomutakmarkana var fundinum frestað, frá 29. mars til 27. apríl

Fundurinn verður bæði haldinn í Hlíðasmára 19 og einnig rafrænt í gegnum Zoom. Vegna gildandi reglna um fjöldatakmarkanir viljum við biðja þá sem vilja mæta í Hlíðasmára vinsamlega að senda nafn og símanúmer á netfangið, xdkop@xdkop.is.
Við getum eingungis tekið á móti 18 manns.

Linkur á fundinn er sendur í pósti til félagsmanna.

Framboð til stjórnar þurfa að berast á netfangið xdkop@xdkop.is minnst þrem dögum fyrir auglýstan aðalfundardag. Samkvæmt 5gr. laga félagsins geta þeir sem eru fullgildir meðlimir Sjálfstæðisfélags Kópavogs valist til trúnaðarstarfa.

Dagskrá fundar:
1. Kosning fundarstjóra og ritara
2. Skýrsla um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
4. Ákvörðun árgjalds
5. Kosning formanns
6. Kosning stjórnar
7. Kosning endurskoðanda og skoðunarmanns
8. Kosning í fulltrúaráð og kjördæmisráð
9.Önnur mál

Við minnum alla á að gæta að persónulegum smitvörnum, halda fjarlægðartakmörkunum, nota andlitsgrímur og handspritt.

Kær kveðja,
Stjórn Sjálfstæðisfélags Kópavogs